
Connetix segulkubbarnir komu fyrst á markað í júlí árið 2019. Fyrirtækið var stofnað af tveimur áströlskum fjölskyldum sem höfðu tekið eftir því hversu vinsælir segulkubbar voru meðal barnanna þeirra í grunnskólanum. Börnin voru ekki bara að leika sér, þau voru líka að læra í gegnum leik. Þessar tvær fjölskyldur ákváðu að hanna sína eigin segulkubba undir merkinu Connetix með sterkari seglum, plasti sem rispast ekki eins auðveldlega og tærari flötum.
Fólkið á bakvið Connetix segulkubbana eru Brea og Dave. Brea er þriggja barna móðir, grunnskólakennari og með MA-gráðu í Early Childhood Education.
Dave sér um viðskiptahlið fyrirtækisins og starfaði sem vélaverkfræðingur áður en þau stofnuðu Connetix. Dave er tveggja barna faðir og hikar ekki við að taka Connetix með á veitingarhús til að stytta börnunum sínum stundir á meðan beðið er eftir matnum.
Connetix segulkubbarnir eru barnaleikföng sem fullorðnir elska. Segulkubbarnir gefa börnum tækifæri til þess að búa til hvað sem er, hvenær sem er, hvort sem í tvívídd eða þrívídd. Ímyndunarafl barnanna ræður för og oftar en ekki tekst þeim að virkja ímyndunarafl foreldra sinna eða forráðamanna.
Connetix segulkubbarnir falla undir þroskaleikföng enda efla þeir vitsmunaþroska, rýmisgreind, samhæfingu, gróf- og fínhreyfingar og hjálpa börnum að kynnast vísinda- og stærðfræðilegum hugtökum, allt í gegnum leik.
Ef það er ekki nóg, þá gefa Connetix segulkubbarnir greiða leið fyrir börn að leika ein eða með öðrum (vinum, foreldrum, fjölskyldu) og aðstoðar þannig börn í að þekkja mikilvægi samvinnu, þrautseigju og sveigjanleika.
Byggjum stóra kastala og turna, byggjum ný heimili fyrir uppáhalds leikföngin okkar eða búum til munstur og form í þrívídd.
Með Connetix verða samverustundirnar á heimilinu ennþá skemmtilegri!
-
BPA & phthalate-frítt ABS plastefni -
Sterkari seglar -
Einstök hönnun með öryggi í fyrirrúmi