Skilmálar

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Gleðiglaumur ehf, kt: 521020-1130.

Naustavör 7, 200 Kópavogur
Sími: 686-9529
VSK númer: 139685
info@solargeislar.is

Almennt

Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsvæði Sólargeisla, Solargeislar.is Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á netversluninni Solargeislar.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hins vegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000.

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.

Verð

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með 24% virðisaukaskatti. Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara vegna rangra verðupplýsinga eða prentvilla.

Skilafrestur & endurgreiðsluréttur

Kaupandi getur skilað vöru svo lengi sem varan er ennþá í sölu, að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Ef þú kemst ekki til okkar þá getur þú sent okkur vöruna. Endursending vöru er á ábyrgð kaupanda og greiðist af kaupanda sjálfum. Varan er endurgreidd að fullu ef henni er skilað innan 14 daga og ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Skilafrestur miðast við afhendingardag sé varan sótt eða tveimur dögum eftir sendingardag, óháð því hversu lengi varan er að berast kaupanda.

Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er tvö ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hins vegar um er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla eitt ár.

Kom fram galli sem rekja má til framleiðslugalla á þessu tímabili skiptum við henni út fyrir nýja eða endurgreiðum hana. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu, venjulegu sliti sem verður við notkun og þegar á líður.

Sendingarmöguleikar & kostnaður

Sækja

Hægt er að sækja pantanir til okkar á Kársnesið í Kópavogi án endurgjalds. Nauðsynlegt er að staðfesta tímasetningu í gegnum tölvupóst info@solargeislar.is.

Sent

1190 kr. – 1690 kr. sendingarkostnaður bætist við í lok kaupferils áður en greiðsla fer fram á öllum pöntunum sem fara í póstsendingar. Pantanir eru í flestum tilfellum afgreiddar frá okkur innan sólarhrings en í sumum tilvikum geta liðið 2 – 3 dagar að fá vöruna í hendur eftir að pöntun er gerð. Athugið að pantanir eru ekki sendar út um helgar eða á almennum frídögum.

Greiðslur

Allar kortagreiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd (Korta) og hægt er að greiða með öllum debit- og kreditkortum frá Visa og Mastercard. Einnig er hægt að greiða með millifærslu.

Millifærsla:

Gleðiglaumur ehf
Kennitala: 521020-1130
Bankareikningur: 0370-26-521025

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Seljandi meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu Solargeislar.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

Varnarþing

Skilmálar þessi eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.

Hafa samband

Sendið okkur línu á info@solargeislar.is ef þið hafið eitthverjar fyrirspurnir og við svörum þér eins fljótt og auðið er.

Updating…
  • Engin vara í körfu.