Ég óska’ sautjánþúsund sólargeislar, klappi þér á kinn…
Verslunin Sólargeislar var stofnuð af hjónunum Agnesi og Árna eftir að hafa komist í kynni við Connetix segulkubbana í gegnum Instagram leik haustið 2019. Ástralska fyrirtækið sem framleiðir Connetix var þá nýstofnað og nýtti samfélagsmiðla til þess að kynna vöruna sína, meðal annars með alþjóðlegum gjafaleikjum. Agnes, sem var þá þegar dyggur aðdáandi segulkubba, ákvað að taka þátt og vann! Þegar tæplega fjögurra kílóa kassinn komst loks í hendur okkar á Íslandi alla leið frá Ástralíu var ekki aftur snúið: Connetix segulkubbarnir voru einfaldlega á öðrum kalíber.
Að segja að segulkubbar séu frábær barnaleikföng er hreinn og beinn sannleikur, en Connetix segulkubbarnir eru þar öðrum fremri. Það sem Connetix segulkubbarnir hafa framyfir önnur sambærileg leikföng er hversu sterkir seglarnir eru, plastið sem er notað rispast síður og fletirnir sjálfir eru tærari sem gerir samspil ljóss og lita í leik barna svo ótrúlega skemmtilegt.
Um mitt ár 2020 bættu við öðru áströlsku vörumerki, en MierEdu sérhæfir sig í að framleiða leikföng sem stuðla að lærdómi í gegnum leik. Þar má nefna búðarleikinn og segultöflu um líkamann og tilfinningar sem hefur slegið í gegn í grunnskólum landsins nú þegar.